Competence+ D/I

e-Learning Platform

Fræðsla og þjálfun fyrir starfsfólk í almenningssamgöngum sem styður fjölbreytileika og inngildingu.

Velkomin(n) á Competence+ D/I e-Learning, stafrænan vettvang sem gefur þér tækifæri til að læra og eflast faglega.

Hugmyndafræði Competence plus á rætur að rekja til tveggja samtengdra evrópskra verkefna: Competences+ og framhaldsverkefnisins Competence D/I (Fjölbreytileiki og inngilding). Nú er hægt að fá aðgang að báðum verkefnum í gegnum stafrænan vettvang sem veitir þér yfirsýn yfir þau verkfæri og stuðningsefni sem í boði eru og tækifæri til að efla þekkingu þína og færni.

Æskilegt er að kennarar/þjálfarar sem sjá um starfsþjálfun byrji á því að öðlast sterkan fræðilegan grunn í Bókasafni kennarans (Trainers Library), þar sem aðferðafræði námsins og helstu hugtök eru kynnt. Að því loknu er mælt með því að halda áfram í Vinnustofu um fjölbreytileika og inngildingu (Workshop on Diversity & Inclusion).

Í kjölfarið fylgja fjórar námskeiðseiningar, sem hver um sig er hönnuð til að dýpka skilning þinn og veita þér hagnýt verkfæri til að styðja nemendur með árangursríkum hætti. Þegar þú hefur lokið öllum fimm einingunum ættir þú að vera vel undirbúin(n) til að þjálfa nemendur með þeim aðferðum og verkfærum sem verkefnið býður upp á.

Þessi námsleið gerir þér kleift að nálgast Competence+-upplifunina á heildrænan hátt og tengja fræðilega þekkingu við raunverulega framkvæmd og hagnýta hana þannig í verki.

competence di multi racial people on a bus

Samstarfsaðilar

Contact Us!

Hafðu samband við okkur!