Saga#1 Tala við vagnstjóra

 

 

Kennari: hefur þú einhverntímann orðið fyrir árás í vagninum? Ef svo er, segðu okkur frá því.

Vagnstjóri: Já, ég man eftir einu atviki þar sem farþegi kom í strætó og var að spila háa tónlist og bað ég hann að slökkva á henni. Farþeginn sagði að hann héldi að öllum væri sama en svo sagði einhver aftastur „mér er ekki sama“. Þannig að þarna var einhver sem hjálpaði til, sem er frekar sjaldgæft

Þessum farþega líkaði greinilega ekki við það að ég gerði athugasemd við hann. Ég held að hann hafi skammast sín fyrir framan alla í vagninum. Maðurinn hrækti á mig þegar hann fór út úr vagninum. Ég gerði ekkert rangt. Ég reyni bara að vinna vinnuna mína. Það er ekki hægt að fólk spili háa tónlist í strætó. Það er heilbrigð skynsemi. Þú ættir að vita að í strætó geturðu ekki spilað háa tónlist.

Þetta var ekki í fyrsta skipti sem var hrækt á mig.

Kennari: Segðu okkur meira

Vagnstjóri: Já, ég man að einhver fór um borð í vagninn hjá mér. Það var brjálaður gaur. Ég hef aldrei lent í svona síðan á öllum árum mínum í strætóakstri. Þessi manneskja átti við alvarleg geðræn vandamál að stríða. Ég sat bara í vagnstjórabásnum, þú veist. Bara að taka við fargjöldum, það var þegar við tókum reiðufé en flestir borguðu samt með strætókortunum. Þessi manneskja fór upp í strætó og sagði „Keyrðu strætónum, keyrðu strætónum“ og ég sagði bara „Allt í lagi, ætlarðu að borga með peningum eða nota kortið þitt? Samskiptin voru bara undarleg. Þessi gaur hélt áfram að segja "keyrðu strætó, keyrðu strætó" mjög hátt. Allir hugsuðu „Hvað er í gangi? Af hverju er þessi gaur að verða brjálaður á vagnstjórann?’ Þá sagði ég „Allt í lagi, hvert ertu að fara?“ og hann heldur áfram og öskrar „keyrðu strætó, keyrðu strætó“. Hann hélt áfram að segja það sama á meðan hann sagði „Ég er að fara í nokkur stopp. Og þá hugsaði ég með sjálfum mér „Allt í lagi. Hann er að fara nokkur stopp. Ætlar hann að borga?’ Farþeginn hélt áfram að öskra „keyrðu strætó“. Svo þá fannst mér þessi gaur svo skrítinn að ég verð líklega að ná honum úr vagninum.Hann byrjaði svo að öskra stopp svo ég svaraði „Já, ég er að stoppa þarna“ og hugsaði strax „Allt í lagi, ég veit hvert hann er að fara en hann þarf bara að borga núna.“ Hann hélt áfram að öskra „keyrðu strætó.“ gekk upp og niður í vagninum, blótaði mér og setti alla farþegana í uppnám. Allt í einu límdi hann strætókortið sitt við baukinn og borgaði fargjaldið sitt. Ég skildi ekki hversvegna hann hefði skapað öll þessi vandræði, truflað alla, öskraði og blótaði mér og að lokum borgaði hann bara eitthvað sem hann hefði getað gert þegar hann kom inn í vagninn. Svo ég ákvað að segja honum að hann yrði að fara út úr vagninum Hann hrópaði „Ég er ekki að fara út úr vagninum“ og svo sagði ég „Jú, þú ert að fara út. Annars ætla ég að hringja á lögregluna." Hann hélt áfram og sagði að hann væri ekki að fara út, svo ég sagði við hann: "Þú hefur 5 sekúndur áður en ég ýti á hnappinn til að lögreglan komi og taki þig út úr vagninum". Á meðan ég byrjaði að telja rétt í lokin heyrði ég afturhurðina opnast og sá hann fara út á meðan hann hljóp í átt að útihurðinni, sem var opin, og gekk þaðan inn aftur. Hann kom að plastglugganum við hliðina á mér og byrjaði að lemja hann blótandi og úr litlu gati við hlið plastgluggans hrækti hann á mig. Hann fór að lokum út úr vagninum. Þetta var svo ömurlegt og hvernig þessi maður kom fram við mig.

Síðan varð þetta mjög stressandi vegna þess að farþegar fóru að kvarta um að verða of seinir. Ég komst líka að því síðar, að vegna þess að hann truflaði mig við aksturinn fór ég framhjá stoppistöðvum og skildi farþega eftir sem varð að aukaálagi vegna þess að annar vagnstjóri þurfti að fara framhjá stoppistöðinni til að safna öllum farþegunum sem ég skildi eftir.


Saga#2 Dagur í lífi strætóbílstjóra í San Francisci

 

Að byrja

Áður en hann byrjar á leið verður vagnstjórinn að skrá sig inn og hitta flotafulltrúa til að fá áætlunina sína, kynna sér hjáeiðir o.s.frv. Vagnstjórinn finnur síðan vagninn og hefur aðeins 10 mínútur til að gera vagninn klárann , setja upp áfangastað, stilla sæti og spegla og forrita talstöð og fargjaldabauk. Ef annar strætó hindrar leiðina út getur það leitt til frekari seinkana. Fyrstu mínúturnar af notkun vagnins eru áhættusamastar með tilliti til slysahættu.

Vagnstjórar bera ábyrgð á öryggi farþega og vagnsins. Bifreiðar sem flytja fjölda farþega er oft viðhaldið illa, þær stöðva hægt og í tilfellum rafmagns sporvagna, þá er eingöngu hægt að stöðva þá þar sem þeir missa ekki tengingu við yfirborðið. Umferð er oft mikil. Gangandi vegfarendur eiga réttinn og þeir geta nýtt sér hann á stundum undir hættulegum kringumstæðum. Oft á tíðum eru of margir farþegar og ekki nægir vagnar. Vagnstjórar eru því oft á eftir áætlun, reyna að ná upp tímanum og geta á stundum ekki tekið pásurnar sem skipulagðar hafa verið fyrir þá í tímarammanum

Streituvaldar:

1. Dispacher geta verið rót hvatningar og stuðnings. En vegna álags sem bæði vagnstjórar og stjórnstöð standa frammi fyrir í farþegaflutningum, þá geta samskipti við dispacher valdið aukinni streitu áður en vinnudagurinn hefst.

2. Líflína stjórnstöðvar - samskiptakerfi sem ekki er hægt að vera án, er virk talstöð

3. Sæti vagnstjóra eru yfirleitt löskuð vegna stöðugs þrýstings sem verður þegar það þarf ávallt að vera snúa sætinu tli hægri. Búnaður vagnstjóra er oft gamall og mikið notaður.

4. Ef eitthvað af þessum þáttum virkar ekki, þá mun tímaáætlun ekki standast

5. ef annar vagn er fyrir útgönguleið, getur það valdið auknum töfum og streitu

6. Almenningsvagnar fá oft á tíðum slæma umgengni, töf á bremsum og í tilfellum rafmagns sporvagna þá verður að stöðva þá þar sem þeir missa ekki tengingu við yfirborðið.

7. það er mikil umferð

8. Gangandi vegfarendur eiga réttinn og hafa rétt til þess að nýta sér hann í hættulegum aðstæðum

9. Þar sem vagnstjórar eru sífellt á eftir áætlun og reyna að vinna upp tíma, þá getur það valdið því að þeir missa af kaffihléum.

 

það getur valdið þreytu, taugaspennu, verri akstri og auknum samskiptarvandræðum við farþega

 

Að fara af stað

Hæðin í San Francisco skapaði mikla erfiðleika fyrir vagnstjóra hvað varðar sýnileika og akstri. þörf var á miklum vöðvastyrk til að halda bremsunum þegar ekið var niður á við. San Francisco hefur líka þröngar götur sem eru ekki gerðar fyrir þunga umferð. Ef tveimur bílum er lagt á þröngri götu getur það orsakað töluverða umferðartöf. Að taka skarpar beygjur á þessum götum er áskorun, það hægir á vagnstjóranum og eykur líkur á óhappi.

Fjöldi umferðargata í San Francisco hafa sporvagna sem tengjast rafmagnslínu með stöng, sem getur færst til. þegar það gerist á þröngum götum getur umferðin alfarið stoppað. Í miðri umferðarþvögunni þarf bílstjórinn að fara úr vagninum og reyna tengja stöngina aftur m eð því að notast við kapal, aðgerð sem krefst töluverðs líkamlegs styrks. þegar bílstjórinn reynir að setja stöngina aftur á sinn stað eins snöggt og hægt er, standandi í miðri umferðinni, þá geta þeir slasað sig á höndum og öxlum auðveldlega.

Hið mikla víðsýni sem landslag San Francisco býr yfir, þýðir að þeir sem stýra umferðinni þurfa að slökkva á hluta sýnilegs kerfis til þess að fylgjast stöðugt með umferðar aðstæðum. Eðlilega leið fyrir vagnstjóra til að ná sér eftir vakt, væri að fara úr vagninum og njóta víðsýninar sem San Francisco hefur upp á að bjóða. Það er mælt með að vagnstjórarnir sem keyra um borgina hafi hið minnsta 20 mínútna hlé eftir hverjar tvær klukkustundir undir stýri.

 

...og ekki fara

 

Lágmarks aðstæður fyrir þrifnað skortir oft á hvíldarstöðum. Salernum er oft illa viðhaldið, eru eingöngu á leiðinni sjálfri, þannig að vagnstjórar þurfa að stöðva á stað sem er ekki á ferlinum. Fyrir utan óþægindin sem þetta veldur þá er hætta á heilsufarsvandræðum, eins og þvagfærasýkingum vegna ónægra ferða á salerni og ofþornun vegna skorts á nægum vökva, vegna þess að það er ekki hægt að fara nægjanlega oft á klósettið

Streituvaldar:

1. Bið eftir farþegum og að vera á eftir áætlun verður oft til þess að vagnstjórar ná ekki að taka hléin sín

2. það þýðir að vagnstjórinn dregur úr eigin þægindum og langtíma heilsu og vellíðan, til þess að koma á móts við umferðarþvög og skort á vögnum.

3. þegar stöng færisti í sporvögnum þurfa vagnstjórar að laga hana og setja sig í hættu á að meiðast.

4. vagnstjórar í San Francisco eiga við miklar áskoranir vegna hæða og smæð vega.

5. ef tveir bílar leggja í þröngri götu getur orðið umferðarstífla

6. Salerni eru oft á tíðum ekki nægjanlega vel haldið við og þrifin.

7. Heilsuvandi vegna skorts á vökva og ekki nægjanlegum fjölda klósetthléa.

 

Tímaþröng

San Francisco treystir á almenningssamgöngur og vænta þess að vagnar séu á réttum tíma. Farþegar geta komið inn í vagninn og verið reiðir vegna biðar og að vera seinir þangð sem þeir ætla. Vagnstjórar geta fengið áminningu ef farþegar kvarta. Almenningssamgöngur hafa fenigð slæma útreið í fréttum, sem er ekki óalgengt fyrir almenningssamgöngur víðsvegar um heiminn.

Að hleypa farþegum út og inn á stoppustöðvum er í sjálfu sér tímafrek áskorun fyrir vagnstjóra. Farþegar átta sig oft ekki á hversu mikilvægt það er að halda sig til hliðar til að hafa sýn vagnstjórans skýra. Enginn vill vera skilinn eftir þegar vagninn er fullur af fólki og það er alltaf vagnstjórinn sem verður fyrir reiði farþega þegar þessar aðstæður koma upp. Að biðja fólk um að færa sig aftar í vagninn og útskyra af hverju fleiri farþegar komast ekki í vagninn getur valdið streitu hjá vagnstjóranum .Einnig geta farþegar verið með óróleika aftur í vagninum. þannig þurfa vagnstjórar einnig að fylgjast með atferli aftur í vagninum ásamt umferðinni, það getur verið erfitt verkefni sem getur haft áhrif á öryggi farþega.

Mikil tímapressa er staðreynd sem vagnstjórar þurfa að eiga við. lífið stýrist af tímanum og er mætl í mínútum. farþegar vakna oft eldsnemma fyrir morgunumferðina , stundum klukkan tvö eða þrjú á nóttinni. Vagnstjórar sem vilja vera á tíma hafa oft talað um að sofa létt eða alls ekki neitt. Þegar vagn er seinn er það ekki alltaf á hendur vagnstjóra, þeir stytta oft eða sleppa hléum sínum til að tímajafna. Ef áætlun er að fara út um þúfur er mögulega þörf á öðrum aðgerðum. Vagnstjórinn er sífellt að reyna ná upp tímanum vegna seinkana.

Streituvaldar::

1. farþegar sem eru nú þegar pirraðir á töfum og að vera of seinir þangað sem þeir þurfa mæta, koma inn í vagninn

2. það tekur tíma og orku fyrir vagnstjórann að biðja farþega að fara aftur í vagninn, og útskýra af hverju fleiri farþegar komast ekki um borð

3. Vagnstjóri þarf að hafa augun á því sem er að gerast aftan í vagninum og fylgjast með umferð erfitt verkefni sem getur haft áhrif á öryggi farþega.

4. Líf þeirra stjórnast af klukkunni og er mælt í mínútum

 

Ofbeldi í vinnunni

Farþegar geta kvartað yfir slæmum aðstæðum í vagninum sjálfu, sem vagnstjórinn er að sjálfsögðu meðvitaður um en getur ekki stjórnað. Vagnstjórar í almenningssamgöngum þurfa að vera einsskonar sálfræðingar ti að sjá og takast á við allskyns fólk og þeirra vandamál, þeir þurfa að búa yfir björgum til að draga úr truflunu vegna þessara kvartana.

Samskipti við farþega geta einnig verið ánægjuleg og þeir sýna oft þakklæti í garð vagnstjóra. það útskýrir hvers vegna vagnstjórar hafa gagnrýnt frekari hólfaskiptingu í vagninum, slíkt geti valdið enn frekari einangrun.

Auðkenni streituvalda:

1. ógnun vagnstjóra með hníf eða byssu eru nokkuð algeng

2. Farþegar ausa oft á tíðum úr skálum reiði sinnar á vagnstjóra

Stöðug árverkni

Even under ideal circumstances, professional driving requires a high degree of vigilance to avoid accidents. The driver must continuously follow a barrage of incoming signals, to which s/he must be prepared to rapidly respond. A momentary lapse of attention, or even a seemingly slight error or delayed response could have potentially disastrous consequences. For the urban transit operator this burden is much greater than for an amateur driver. For example, s/he must watch right-left-right-left before making any move, whereas the amateur driver usually makes just three visual direction shifts. An eye must be kept open for oncoming and exiting passengers and anyone at the side of the curb. There is a need to watch on the right far more than for amateur drivers. This can be one of the factors contributing to the high rate of neck and other spinal pain among bus drivers, which is associated with number of years in the occupation. Furthermore, in situations where an amateur driver would brake (or quickly change lanes or make another rapid maneuver), the urban mass transit operator must think about the fact that people are standing, including frail passengers and people unsteady on their feet, and must try to maneuver accordingly. These dilemmas are not always resolvable. If someone falls inside the vehicle, the transit operator is held liable. It should be noted that anyone could stagger onto the bus, unstable on his feet, etc. requiring yet additional vigilance for the transit operator. The biggest worry is always about an accident, whether big or small. Even a seemingly trivial accident may result in injuries to passengers.

Auðkenning streituvalda:

1. vagnstjóri þarf stöðugt að fylgjast með merkjum og vera reiðubúnir til að bregðast við ef eitthvað kemur upp

2. þegar óreyndur vagnstjóri bremsar harkalega, mikilvægt er að hafa í huga að fólk er oft standandi, meðal annars viðkvæmir hópar og manneskjur sem eru valtir á fæti.

3. Helsta áhyggjuefnið er ávallt slys, sama hversu lítið

 

 

(Wigger, 2015)

Available at: https://bit.ly/3lJKqcF


Saga#3

 

 


Vagnstjóri: ÞETTA ER STREITUVALDANDI STARF. ÞETTA ER STREITUVALDANDI STARF. ÓKEI? ÓKEI?

Farþegi: Hey, andaðu djúpt

Vagnstjóri: NEI HÆTTU AÐ SVARA MÉR SVONA

Farþegi: Ég ekkert að svara þér á neinn sérstakann hátt

Vagnstjóri: YOU ÞÚ ERT AÐ ÞVÍ ÉG ÆTLA F**G AÐ HÆTTA NÚNA

Farþegi: ég er að reyna...

Vagnstjóri: VILTU AÐ ÉG HÆTTI BARA NÚNA? SVO ALLIR ÞURFI BARA AÐ LABBA HEIM. VILJA ÞAÐ ALLIR HA!                

Farþegi: hvað er eiginlega að þér?

Vagnstjóri: HÆTTU AÐ TALA VIÐ MIG, ÞETTA ER STREITUVALDANDI STARF

Farþegi: hlustaðu nú, ég ætla að hringja í 112, þú ert alveg stjórnlaus

Vagnstjóri: FARÐU BARA ÚR VAGNINUM. ÉG ER AÐ EIGA STREITUFULLAN DAG. ÉG VILL EKKI HEYRA SVONA SVÖR TIL BAKA                           

Farþegi: ókey, ég er að fara...

Vagnstjóri: LEYFÐU MÉR BARA AÐ FÁ ÚTRÁS, ÉG ER BARA FÁ ÚTRÁS

Farþegi: okei

Vagnstjóri: ÉG ER 7 MÍNÚTUM EFTIR Á

Farþegi: allt í lagi

Vagnstjóri: ÞAÐ ER EKKI Í LAGI, ÉG MUN FÁ ÁMINNINGU FYRIR ÞETTA. ÞÚ VEIST EKKERT HVAÐ ÞÚ ERT AÐ TALA UM

Farþegi: En ég veit að þú ert með vinnu, annars værirðu ekki hérna, þú þarft bara að slaka aðeins á

Vagnstjóri: LEYFÐU MÉR BARA AÐ FÁ ÚTRÁS, EKKI TALA VIÐ MIG TIL BAKA, HUNSAÐU MIG BARA, ÞAÐ ER ÞAÐ BESTA SEM ÞÚ GETUR GERT           

Farþegi: ég geri það ekki

Vagnstjóri: SJÁÐU ÞÚ ERT EKKI AÐ HUNSA MIG, ÞÚ ERT AÐ SVARA MÉR

Farþegi: ég er að segja þér að róa þig

Vagnstjóri: ÉG VILLI EKKI RÓA MIG  

Farþegi: þú þarft að gera það, því þú ert algjörlega stjórnlaus

Vagntstjóri: ÉG ER DAUÐÞREYTTUR Á AÐ FÓLK SÉ AÐ GAGNRÝNA MIG. ÞÚ HEFUR ALDREI UNNIÐ VÐ ÞETTA

Farþegi: ég veit og þú hefur aldrei verið í mínum sporum

Vagnstjóri: SÉRÐU ÞARNA BYRJARÐU.... ÞVÍ ÉG ÆTLA AÐ SITJA HÉR Í ALLAN DAG EF ÞÚ VILT HALDA ÁFRAM AÐ SVARA MÉR SVONA, ÉG SIT BARA HÉR Í ALLAN DAG

Fólkið sem stendur fyrir utan á biðstöðinni

Vagnstjóri: STANTU UPP SVO ÉG GETI SÉÐ ÞIG... VEIFAÐU AÐ MINNSTA KOSTI HÖNDUNUM SVO ÉG SJÁI ÞIG Á BIÐSTÖÐINNI. VEIFAÐU AÐ MINNSTA KOSTI HENDINNI.

manneskjan sem er að taka upp myndbandið          

Vagnstjóri: TILKYNNTU MIG BARA, MÉR ER ALVEG SAMA

Farþegi: Við viljum ekki tilkynna þig... við viljum bara

Vagnstjóri: ÞAÐ ER OF SEINT... HANN ÆTLAR AÐ SETJA ÞETTA...HANN ER AÐ TAKA ÞETTA UPP... MÉR ER ALVEG SAMA ÞÓTT SVO AÐ ÉG VERÐI REKIN. ÉG ER DAUÐÞREYTTUR FÓLK     

Farþegi: nei....

Vagnstjóri: ÉG GET EKKI GERT ALLT, ÉG GET EKKI LESIÐ HUGA ÞINN     

Vagnstjóri: ERTU AÐ FÁ EITTHVAÐ ÚT ÚR ÞESSU  

Farþegi: Nei...ég er að fara út eftir smá stund, en ég læt þig vita og er enn að segja þér. Þakka þér fyrir og eigðu gott kvöld

Vagnstjóri: ÉG ER AÐ FÁ F**G TAUGAÁFALL

Farþegi: Afsakoið, ekki nota F orðið.... þú ert vagnstjórinn. Þú átt að vera ábyrgðarfullur  

Vagnstjóri: ÉG ER STRESSAÐUR....men... ÞETTA AUKA FYRIR ÞETTA KJAFTÆÐI    

Farþegi: Hey... ég er stressaður líka... en ég er ekki að blóta. Ég vinn líka á vöktum

Vagnstjóri: OKEI... EN ÞÚ HEFUR ALDREI UNNIÐ VÐ ÞETTA STARF       

Farþegi: ég veit...og ég...

Vagnstjóri: ÉG ÞARF AÐ EIGA VIÐ FÍKLA , FÓLK MEÐ ANDLEG VANDAMÁL, FÓLK AÐ HÓTA MÉR... ÉG HEF FENGIÐ NÓG!!                      

Farþegi: þetta er mismunun... þú ert alveg galinn

 

Leiðbeiningar fyrir platformið

Fyrir bæði námskeið á staðnum og á netinu, fylgið sömu leiðbeiningum

Hlustaðu og lestu sögurnar þrjár, hópurinn á að skrifa niður hvaða atriði hver vagnstjóri hefur sagt að séu streituvaldandi

Ræðið svo í hópnum ykkar eftirfarandi punkta:

- Eru þessir streituvaldar algengir í ykkar vinnuumhverfi?

- Hversu algengir eru þeir?

- Eru fleiri streituvaldar?

Námskeið á netinu:

verkefni í netnámskeiði:

Á netnámskeiði getur þú notað verkfærin í linknum hér að neðan, og gert verkefnin sem eru hér að ofan. Með þessum verkfærum er hægt að nota post it miða á netinu og færa þá til í viðeigandi flokka

https://miro.com/app/board/uXjVOcvyEuU=/

Leiðbeiningar hvernig á að nota verfærin.

Ýttu á miðann (gul mynd hér að neðan

image1

Veldu miða af eigin vali og skrifaðu á hann. Færðu hann síðan með músinni á viðeigandi flokk

image2