Að prófa streitustjórnunar aðferðir

Prófaðu aðferðirnar hér að neðan og athugaðu hvort þær henta þér

Sjálfs-uppgötvunar leiðir

 

1.       hugleiðsla

Eyddu tíma í að hugleiða og slaka á, ýttu á linkinn sem er á þínu tungumáli og fylgdu leiðbeiningum

2.       Mandala

Mandölur geta verið frábær leið til að draga úr streitu. Það er endurtekin slökunar æfing með því að lita í nokkrar mínútur á hverjum degi. Þetta getur hjálpað til við að sleppa streitunni með því að einblína á litamynstur og samhverfu. Þú getur prentað mandölur út og litað eða prentað út af netinu. Fyrir neðan finnurðu nokkrar mandölur til að prenta eða lita á netinu. Eyddu 10 mínútum af deginum í mandöluna þína.

Mandölur á netinu

https://www.mombooks.com/dp-online-activity/mandala-colouring/?imprint=1

https://www.mombooks.com/mom/online-activities/

Prentaðar mandölur

http://www.supercoloring.com/collections/coloring-pages-for-adults

 

Streituæfingar í hópum

 

1.       Streita fyrir velgengni í hópavirkni

AÐFERÐ: Biðjið einn þátttakanda að standa og mynda hring með fimm til átta aðilum. Gefðu hverjum hópi einn stressbolta ti að byrja. Láttu fyrstu manneskjuna henda boltanum til einhvers annars og leggðu á minni hvert hann hentir því aðilar þurfa svo að reyna halda sama mynstrinu í kastinu. Ef það er bara einn hópur þá geturðu verið hluti af þeim hópi, en ef það eru fleiri en einn hópur, þarftu að færa þig á milli hópanna. Hver manneskja kastar boltanum til einhvers sem ekki hefur fengið hann áður. Síðasta manneskjan kastar honum aftur til upphafsmanneskju, kastið boltanum aðeins hraðar næsta hring (allir verða að vera búnir að kasta einu sinni áður en nýr hringur hefst). Þegar mynstrið er komið á hreint, kynnið til sögunar annan bolta- svo annan og annan. Boltarnir detta í gólfið, rúlla oþh. þú skalt hvetja aðila til að taka boltana upp aftur og halda áfram. Með fimm eða sex bolta í gangi þá verður þetta sirkus með miklum hlátri.

ÚRVINNSLA: Eftir um fimm mínútur, láttu alla setjast niður og segja frá því sem þeir lærðu af æfingunni (annað en að það hafi verið erfitt að halda boltunum á lofti) Hvað lærðu þátttakendur, hvað virkaði til að halda boltunum uppi, hvað komu upp margar aðrar hugmyndir í höfuðið hvað á að bera í kvöldmatinn og þess háttar? Þetta er frábært leið í núvitund, þar sem fólk er algjörlega í núinu, þetta myndi því vera góð leið fyrir DBT hópa þegar verið er að tala um hugtakið núvitund. Bentu á að lífið er eins og þessi æfing, við erum að halda mörgum boltum á lofti hverju sinni, ef við höldum ekki athyglinni þá getum við misst bolta. Ef við hugsum of mikið um fortíðina eða nútíðina þá munu boltarnir detta.

 Til athugunar: Þú getur pantað streitubolta víðsvegar á netinu með því að setja í leitina "stress balls"

2.       Hlægja saman

AÐFERÐ: Horfið saman á fyndið myndband, memes og segið hvort öðru brandara eða fyndnar sögur þannig að allir hlægi og dragi með því úr streitu

Komdu með eitthvað í hópinn þinn sem lætur fólk alltaf hlægja. Sögu, mynd, brandara, meme, uppáhalds myndband eða eitthvað slíkt. Leyfðu hlátur hvers þátttakanda að hafa góð áhrif á hópinn

Tillaga fyrir fyndin myndbönd

 Hlægjandi brúður: