Hér eru nokkur almenn ráð fyrir umræður á vinnustofunni:

·         Taktu allt inn í umræðuna til að hámarka miðlun og námsupplifun.

·         Talaðu af virðingu og sýndu virka hlustun. Gefðu gaum að samnemendum þínum og ekki trufla þá. Vertu viss um að gefa uppbyggilega endurgjöf eða biðja um skýringar þar sem þarf eða við á.

·         Gefðu skapandi hugmyndum og nýjum tillögum rými, jafnvel þótt þær endurspegli ekki þínar eigin skoðanir. Vertu reiðubúinn að endurskoða eigin sjónarmið á gagnrýninn hátt.

·         Líttu á eigin mistök sem tækifæri til að læra og dæmdu ekki aðra þegar þeir gera mistök.

·         Kynntu þér samnemendur þína í hópnum og taktu reynslu þína af hópnámi alvarlega.

Þegar þú gefur álit skaltu einnig hafa eftirfarandi atriði í huga:

·         Fylgstu með tímanum.

·         Vertu með á nótunum

·         Notaðu „ég“ staðhæfingar til að gera það ljóst að þú talar af eigin reynslu.

·         Forðastu alhæfingar

·         Spurðu spurninga.

·         Einbeittu þér að hugmyndum.

·         Láttu rödd þína heyrast og taktu þátt í umræðunni eins og þú getur.

·         Það er ekki nauðsynlegt að allir séu sammála um allt; Markmiðið er að öðlast skilning á öðrum sjónarmiðum og hugmyndum.

 

 Heimild:

https://crlt.umich.edu/examples-discussion-guidelines https://medium.com/on-the-agenda/managing-discussions-ground-rules-and-feedback-f08bcd4f9d45

 

Þegar við tölum um gildi og félagslegar venjur í þessari vinnustofu geta umræður skapast þegar ólíkar skoðanir stangast á. Svo hér eru nokkrar leiðbeiningar um að eiga erfiðar samræður í hópi.

1. Samskipti í augnhæð! Forðastu alhæfingar. Vertu skýr með það við félaga þinn: Það sem þú segir er jafn mikilvægt og það sem ég segi!

2. Notaðu staðreyndir í stað "ég veit-það-allt" viðhorf! Notaðu staðreyndir og dæmi til að styðja sjónarmið þitt, sérstaklega ef félagi þinn er með rangar upplýsingar. Vertu eins hlutlaus og málefnalegur og mögulegt er.

3. Skapaðu traust með hreinskilni: Deildu reynslu þinni og tilfinningum í gegnum „ég“ skilaboð svo að félagi þinn geti skilið þau.

4. Hlustaðu með virkum hætti og endurspeglaðu það sem félagi þinn segir með því að draga það saman í stuttu máli til að ganga úr skugga um að þú hafir skilið rétt.

5. Gefðu öðrum svigrúm til að útskýra sitt mál: Fylgdu eftir með opnum spurningum til að hvetja félaga þinn til að útskýra og skýra sjónarhorn sitt.

6. Komdu með þína eigin skoðun, en vertu viss um að félagi þinn skilji líka ástæður þínar. Aftur, þú getur gert þetta með því að spyrja spurninga eins og "skilurðu hvað ég á við með því?"

7. Vertu tilbúinn að endurskoða og breyta eigin skoðun!

8. Finndu sameiginlegan grundvöll sem þú getur verið sammála um og gerðu það skýrt!

9. Haltu fókusnum á raunverulegu efni! Stundum víkur fólk frá áherlus umræðunnar en reyndu að missa ekki sjónar á upphaflegu áherslunum.

10. Vertu vingjarnlegur: Hlustaðu og vertu kurteis!

11. Settu þér takmörk: Ef það verður of mikið fyrir þig, of persónulegt, of spennt, þá máttu segja það!